Aron Jóhannsson var enn og aftur á skotskónum er lið hans, AGF, gerði jafntefli, 3-3, í bráðfjörugum leik gegn botnliði Silkeborg. Þetta var fjórtánda mark Arons fyrir AGF á tímabilinu.
Aron kom AGF yfir á 28. mínútu en Silkeborg kom til baka og gott betur því liðið komst í 1-3. Fátt benti til annars en að AGF myndi tapa leiknum en þá kom frábær endasprettur. Liðið skoraði tvö mörk á siðustu fimm mínútunum og bjargaði stigi.
AGF hefði getað komist upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri en situr áfram í sjötta sæti dönsku úrvaldeildarinnar eftir leikinn.
Mark Arons dugði ekki til

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn





De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn