Sandnes Ulf stendur vel að vígi í rimmu sinni gegn Ull/Kisa í umspili liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Sandnes Ulf vann 4-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld en hann fór fram á heimavelli Ull/Kisa.
Steinþór Freyr Þorsteinsson var í byrjunarliði Sandnes Ulf en þeir Arnór Ingi Traustason og Óskar Örn Hauksson komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik.
Arnór Ingvi lagði upp annað mark Sandnes Ulf á 80. mínútu en liðið fór svo langt með að tryggja sér úrvalsdeildarsætið með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútum leiksins.
Litlu mátti muna að Steinþór Freyr hefði misst af leiknum í kvöld þar sem að kona hans á von á barni og er gengin viku fram yfir settan dag. Hann ákvað þó á síðustu stundu að ferðast til Jessheim þar sem leikurinn fór fram.
Íslendingaliðið Sandnes Ulf nánast öruggt með úrvalsdeildarsætið
Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn



„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
