Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Trausti Hafliðason skrifar 8. nóvember 2012 23:47 Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Nokkrir vinir sem voru við sjóstangveiðar úti fyrir norðausturströnd Ástralíu urðu vitni að ótrúlegu atviki sem þeir festu á „filmu". Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Myndbandið, sem er rétt tæplega tveggja mínútna lang, sýnir einn vinanna kljást við stóran makríl. Skömmu eftir að löndun mistekst kemur hákarl og hreinlega rífur makrílinn í sig. Það er í raun skondið að heyra viðbrögð vinanna því þeir virðast ekki kippa sér neitt mjög upp við þetta og greinilega fyrir löngu orðnir vanir svona hákarlaárás. Það örlaði í mesta lagi fyrir smá pirringi yfir því að hákarlinn hafi stolið makrílnum. Sjón er söguríkari. Eins og áður sagði er myndbandið stutt en fyrir óþolinmóða þá byrjar hasarinn á 55. sekúndu. Smellið hér til að sjá myndbandið.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Blanda komin í 81 lax á öðrum degi Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 43 urriðar á land á einum degi Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði
Nokkrir vinir sem voru við sjóstangveiðar úti fyrir norðausturströnd Ástralíu urðu vitni að ótrúlegu atviki sem þeir festu á „filmu". Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Myndbandið, sem er rétt tæplega tveggja mínútna lang, sýnir einn vinanna kljást við stóran makríl. Skömmu eftir að löndun mistekst kemur hákarl og hreinlega rífur makrílinn í sig. Það er í raun skondið að heyra viðbrögð vinanna því þeir virðast ekki kippa sér neitt mjög upp við þetta og greinilega fyrir löngu orðnir vanir svona hákarlaárás. Það örlaði í mesta lagi fyrir smá pirringi yfir því að hákarlinn hafi stolið makrílnum. Sjón er söguríkari. Eins og áður sagði er myndbandið stutt en fyrir óþolinmóða þá byrjar hasarinn á 55. sekúndu. Smellið hér til að sjá myndbandið.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í 81 lax á öðrum degi Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 43 urriðar á land á einum degi Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði