Sex rjúpur á hvern veiðimann Trausti Hafliðason skrifar 26. október 2012 15:56 Áætlaður veiðistofn er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar Nokkur þúsund veiðimenn héldu á rjúpnaslóðir í dag en veiðitímabilið hófst frá og með deginum í dag. Mælst er til þess að veiðimenn skjóti ekki meira en sex rjúpur hver. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag en líkt og í fyrra verður heimilt að veiða í níu daga. Tímabilið dreifist yfir fjórar helgar sem hér segir:Föstudagurinn 26. október til og með sunnudeginum 28. október.Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember.Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember.Laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember. Samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar er rjúpnastofninn í lægð og raunar enn á niðurleið um land allt. „Stærð rjúpnastofnsins sveiflast reglubundið og hafa 10 til 12 ár verið á milli hámarksára, segir á vef Umhverfisstofnunar. „Miðað við fyrri sveiflur má búast við rjúpnaþurrð næstu ár; stofninn nær væntanlega lágmarki á árunum 2015-2018 og næsta hámark verður 2020-2022. Verði mikil afföll í rjúpnastofninum viðvarandi á næstu árum sé hins vegar ekki við því að búast að hin náttúrulega uppsveifla í lok þessa áratugar verði veruleg. Áætlaður veiðistofn nú er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar." Miðað við ráðlagða veiði upp á 34 þúsund fugla mælist Umhverfisstofnun til þess að farið verði eftir ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar um að hver veiðimaður skjóti ekki meira en sex rjúpur. Áfram er sölubann á rjúpu og ákveðið svæði á Suðvesturlandi er friðað fyrir veiði. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði
Nokkur þúsund veiðimenn héldu á rjúpnaslóðir í dag en veiðitímabilið hófst frá og með deginum í dag. Mælst er til þess að veiðimenn skjóti ekki meira en sex rjúpur hver. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag en líkt og í fyrra verður heimilt að veiða í níu daga. Tímabilið dreifist yfir fjórar helgar sem hér segir:Föstudagurinn 26. október til og með sunnudeginum 28. október.Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember.Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember.Laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember. Samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar er rjúpnastofninn í lægð og raunar enn á niðurleið um land allt. „Stærð rjúpnastofnsins sveiflast reglubundið og hafa 10 til 12 ár verið á milli hámarksára, segir á vef Umhverfisstofnunar. „Miðað við fyrri sveiflur má búast við rjúpnaþurrð næstu ár; stofninn nær væntanlega lágmarki á árunum 2015-2018 og næsta hámark verður 2020-2022. Verði mikil afföll í rjúpnastofninum viðvarandi á næstu árum sé hins vegar ekki við því að búast að hin náttúrulega uppsveifla í lok þessa áratugar verði veruleg. Áætlaður veiðistofn nú er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar." Miðað við ráðlagða veiði upp á 34 þúsund fugla mælist Umhverfisstofnun til þess að farið verði eftir ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar um að hver veiðimaður skjóti ekki meira en sex rjúpur. Áfram er sölubann á rjúpu og ákveðið svæði á Suðvesturlandi er friðað fyrir veiði. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði