Vettel hefur verið fljótastur í öllum æfingum fyrir kappaksturinn og var fyrirfram talinn geta landað ráspól hér. Þetta er þriðji kappaksturinn í röð sem Red Bull-bílarnir ræsa í fyrsta og öðru sæti á ráslínunni.
Lewis Hamilton mun ræsa þriðji. Hann leit ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega ánægður með þá rástöðu þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku ásamt Vettel og Webber. Hamilton þurfti að berjast við bílinn alla tímatökuna. Liðsfélagi hans, Jenson Button, var í svipuðum vandræðum en ræsir fjórði.
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, sagði fyrir tímatökuna að þeir ættu í erfiðleikum með að ná nægum hita í dekkin til þess að hámarka virkni þeirra. Það er að öllum líkindum ástæðan fyrir erfiðleikum ökumannanna.
Fernando Alonso ræsir kappaksturinn í fimmta sæti. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, ræsir sjötti. Alonso átti aldrei möguleika á ráspól, jafnvel þó þeir Massa hafi hjálpað hvor öðrum með hraða niður langa beina kaflan.
Kimi Raikkönen var heppinn að komast í gegnum síðasta niðurskurðinn og inn í þriðju og síðustu lotu tímatökunnar. Raikkönen hefur aldrei keppt í Indlandi áður og virtist enn vera að kynna sér brautina.
Sergio Perez á Sauber og Pastor Maldonado á Williams ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Maldonado og liðsfélagi hans Bruno Senna voru mjög fljótir í fyrstu lotu tímatökunnar. Maldonado lauk fyrstu lotunni fljótastur.
Force India-liðið er að öllum líkindum ekki ánægt með árangur sinn á heimavelli. Paul di Resta sagði við Sky Sports eftir aðra lotu tímatökunnar að bílinn væri erfiður við að eiga. Di Resta ræsir sextándi og liðsfélagi hans Nico Hulkenberg tólfti.
1 | Sebastian Vettel | Red Bull/Renault | 1'25.283 | - |
2 | Mark Webber | Red Bull/Renault | 1'25.327 | 0.044 |
3 | Lewis Hamilton | McLaren/Mercedes | 1'25.544 | 0.261 |
4 | Jenson Button | McLaren/Mercedes | 1'25.659 | 0.376 |
5 | Fernando Alonso | Ferrari | 1'25.773 | 0.49 |
6 | Felipe Massa | Ferrari | 1'25.857 | 0.574 |
7 | Kimi Räikkönen | Lotus/Renault | 1'26.236 | 0.953 |
8 | Sergio Pérez | Sauber/Ferrari | 1'26.360 | 1.077 |
9 | Pastor Maldonado | Williams/Renault | 1'26.713 | 1.43 |
10 | Nico Rosberg | Mercedes | - | - |
11 | Romain Grosjean | Lotus/Renault | 1'26.136 | 0.853 |
12 | Nico Hülkenberg | Force India/Mercedes | 1'26.241 | 0.958 |
13 | Bruno Senna | Williams/Renault | 1'26.331 | 1.048 |
14 | M.Schumacher | Mercedes | 1'26.574 | 1.291 |
15 | Daniel Ricciardo | Toro Rosso/Ferrari | 1'26.777 | 1.494 |
16 | Paul Di Resta | Force India/Mercedes | 1'26.989 | 1.706 |
17 | Kamui Kobayashi | Sauber/Ferrari | 1'27.219 | 1.936 |
18 | Jean-Eric Vergne | Toro Rosso/Ferrari | 1'27.525 | 2.242 |
19 | Vitaly Petrov | Caterham/Renault | 1'28.756 | 3.473 |
20 | H.Kovalainen | Caterham/Renault | 1'29.500 | 4.217 |
21 | Timo Glock | Marussia/Cosworth | 1'29.613 | 4.33 |
22 | Pedro de la Rosa | HRT/Cosworth | 1'30.592 | 5.309 |
23 | N.Karthikeyan | HRT/Cosworth | 1'30.593 | 5.31 |
24 | Charles Pic | Marussia/Cosworth | 1'30.662 | 5.379 |