Sport Elítan: Mikilvægir þættir í innihaldsríku og heilbrigðu lífi Geir Gunnar Markússon skrifar 29. október 2012 19:00 Geir Gunnar Magnússon Við lesum endalausa pistla um að við eigum að huga að heilsunni með því að borða hollt og hreyfa okkur reglulega. Þetta vitum við öll en þáttur sem gleymist oft þegar talað erum heilsu er andlega hliðin á heilsunni. Við erum einfaldlega ekki fullkomlega heilbrigð án andlegrar heilsu. Alltof margir rugla saman heilsu og útliti. Við getum verið 10 kg of þungt og lífið brosið við okkur, við erum hamingjusöm, eigum góða vini og fjöldskyldu og erum í skemmtilegri vinnu. Einnig getum við verið vaxin eins og súpermódel en samt erum við óhamingjusöm og viðrumst ekki finna ánægju í lífinu. En hvernig hugum við að andlegu heilsunni? Hér fyrir neðan eru nokkrið góðar punktar til að hafa í huga að innihaldsríku og heilbrigðu lífi.Hamingjan – Hugum að hamingju okkar á hverjum einasta degi. Eini tilgangur þessa lífs er að vera hamingjusamur/söm! Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir í lagi sínu „Hamingjan er hér" og þetta ættum við að syngja á hverjum einasta morgni og leyfa öllum í kringum okkur að heyra. Finnum það sem veitir okkur hamingju og ræktum það og látum engan eða ekkert stoppa okkur í því að lifa sem hamingjuríkustu lífi.Áhugamál – Mikilvægt er að hafa áhugamál sem við getum hlakkað til og gleðja okkur. Öll höfum við hæfileika á einhverjum sviðum og það er gaman þegar maður sér hæfileika sína blómstra í áhugamálum sínum.Starfsánægja – Það er mikil hamingja fólgin í því að finna starf sem þú hlakkar til að mæta í á hverjum degi. Alltof margir eru í störfum í sem virðast ekki veita þeim eina einustu gleði eða ánægju. Ég rekst daglega á fólk sem virðast ekki hafa neina ánægju af starfi sínu. Hvers vegna að eyða 8 klukkustundum á dag í eitthvað sem okkur finnst hundleiðinlegt? Þetta er líka oft spurning um hugarfar. Ef við segjum við sjálf okkur á morgnana að þetta verði góður dagur í vinnunni þá aukast líkurnar á því að svo verði.Verum vinir okkar – Flest erum við okkar verstu gagnrýendur. Við dæmum sjálf okkur og gerum meiri kröfur til okkar en við gerum til nokkurs annars í lífi okkar. Spáum í því hvernig við tölum við okkur sjálf, mundum við tala svona við góða vini okkar? Við verðum að fara að klappa okkur sjálfum á öxlina fyrir það sem við erum og höfum gert í stað þess að vera alltaf að tala okkur niður. Prófaðu að fylla hægri vasann af 20 einnar krónu myntum að morgni og færðu eina krónu yfir í vinstri vasa í hvert skipti sem þú talar þig niður t.d með því að hugsa „vá hvað ég er feit/feitur, hárið á mér er ógeð". Mjög margir verða búnir með allar 20 krónurnar í hægri vasanum fyrir hádegi. Ef gefur þér klapp á bakið eða talar fallega um sjálfa/n þig máttu setja krónu úr vinstri vasa í hægri.Látum drauma okkar rætast - Þetta er stórt atriði í því að lifa hamingjuríku lífi. Við eigum okkur öll drauma og þrár. Skrifum niður drauma okkur og gerum allt til að láta þá rætast. Þetta geta verið stórir og litlir draumar og jafnvel mjög langsóttir draumar því án drauma erum við ekki neitt! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,setjum okkar markmið að draumum okkar en gætum þess þó að markmiðin séu raunhæf því óraunhæf markmið geta farið að brjóta okkur niður og við fjarlægjumst drauma okkar. Gott slagorð eftir Anatole France segir „ Til að ná okkar hæstu markmiðum, verðum við ekki bara að framkvæma , heldur líka að dreyma; ekki aðeins að plana, heldur líka að trúa".BROSUM – Besta heilsuráð í heimi.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari). Sport Elítan Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Við lesum endalausa pistla um að við eigum að huga að heilsunni með því að borða hollt og hreyfa okkur reglulega. Þetta vitum við öll en þáttur sem gleymist oft þegar talað erum heilsu er andlega hliðin á heilsunni. Við erum einfaldlega ekki fullkomlega heilbrigð án andlegrar heilsu. Alltof margir rugla saman heilsu og útliti. Við getum verið 10 kg of þungt og lífið brosið við okkur, við erum hamingjusöm, eigum góða vini og fjöldskyldu og erum í skemmtilegri vinnu. Einnig getum við verið vaxin eins og súpermódel en samt erum við óhamingjusöm og viðrumst ekki finna ánægju í lífinu. En hvernig hugum við að andlegu heilsunni? Hér fyrir neðan eru nokkrið góðar punktar til að hafa í huga að innihaldsríku og heilbrigðu lífi.Hamingjan – Hugum að hamingju okkar á hverjum einasta degi. Eini tilgangur þessa lífs er að vera hamingjusamur/söm! Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir í lagi sínu „Hamingjan er hér" og þetta ættum við að syngja á hverjum einasta morgni og leyfa öllum í kringum okkur að heyra. Finnum það sem veitir okkur hamingju og ræktum það og látum engan eða ekkert stoppa okkur í því að lifa sem hamingjuríkustu lífi.Áhugamál – Mikilvægt er að hafa áhugamál sem við getum hlakkað til og gleðja okkur. Öll höfum við hæfileika á einhverjum sviðum og það er gaman þegar maður sér hæfileika sína blómstra í áhugamálum sínum.Starfsánægja – Það er mikil hamingja fólgin í því að finna starf sem þú hlakkar til að mæta í á hverjum degi. Alltof margir eru í störfum í sem virðast ekki veita þeim eina einustu gleði eða ánægju. Ég rekst daglega á fólk sem virðast ekki hafa neina ánægju af starfi sínu. Hvers vegna að eyða 8 klukkustundum á dag í eitthvað sem okkur finnst hundleiðinlegt? Þetta er líka oft spurning um hugarfar. Ef við segjum við sjálf okkur á morgnana að þetta verði góður dagur í vinnunni þá aukast líkurnar á því að svo verði.Verum vinir okkar – Flest erum við okkar verstu gagnrýendur. Við dæmum sjálf okkur og gerum meiri kröfur til okkar en við gerum til nokkurs annars í lífi okkar. Spáum í því hvernig við tölum við okkur sjálf, mundum við tala svona við góða vini okkar? Við verðum að fara að klappa okkur sjálfum á öxlina fyrir það sem við erum og höfum gert í stað þess að vera alltaf að tala okkur niður. Prófaðu að fylla hægri vasann af 20 einnar krónu myntum að morgni og færðu eina krónu yfir í vinstri vasa í hvert skipti sem þú talar þig niður t.d með því að hugsa „vá hvað ég er feit/feitur, hárið á mér er ógeð". Mjög margir verða búnir með allar 20 krónurnar í hægri vasanum fyrir hádegi. Ef gefur þér klapp á bakið eða talar fallega um sjálfa/n þig máttu setja krónu úr vinstri vasa í hægri.Látum drauma okkar rætast - Þetta er stórt atriði í því að lifa hamingjuríku lífi. Við eigum okkur öll drauma og þrár. Skrifum niður drauma okkur og gerum allt til að láta þá rætast. Þetta geta verið stórir og litlir draumar og jafnvel mjög langsóttir draumar því án drauma erum við ekki neitt! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,setjum okkar markmið að draumum okkar en gætum þess þó að markmiðin séu raunhæf því óraunhæf markmið geta farið að brjóta okkur niður og við fjarlægjumst drauma okkar. Gott slagorð eftir Anatole France segir „ Til að ná okkar hæstu markmiðum, verðum við ekki bara að framkvæma , heldur líka að dreyma; ekki aðeins að plana, heldur líka að trúa".BROSUM – Besta heilsuráð í heimi.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari).
Sport Elítan Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira