Alonso segist geta aukið forystuna í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 11. október 2012 17:15 Alonso er farinn að finna fyrir pressunni frá Vettel sem er nú aðeins fjórum stigum á eftir. nordicphotos/afp Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari í Formúlu 1 er sjálfsöruggur og segist eiga góða möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að keppinautar hans saxi jafnt og þétt á forskot hans í stigabaráttunni. Ferrari-ökuþórinn hefur í allt sumar verið með stöðugasta pakkan á öllum brautum tímabilsins og það hefur fleytt Alonso í efsta sætið í titilbaráttunni. Nú eru Red Bull og McLaren bílarnir að koma til og farnir að geta ógnað Alonso reglulegar. Nú er svo komið að fyrir næsta kappakstur, sem fram fer í Kóreu um helgina, hefur Alonso aðeins fjögurra stiga forystu í titilbaráttunni. Aðeins fjögur mót eru síðan forysta hans var 37 stig en síðan þá hefur Alonso þurft að hætta keppni tvisvar. "Ég er sannfærður um að ég geti barist um titilinn fram á lokametrana," sagði Alonso við BBC Sport. "Fólkið sem vinnur að bílnum eru þau sömu og hafa skilað okkur svona langt. Ég hef enga ástæðu til þess að halda að við getum ekki haldið þessu áfram." Kóreska brautin hentar FerrariDavid Coulthard, fyrrum ökumaður Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1 segir Yeongam-brautina í Kóreu henta Ferrari-liðinu sérstaklega. Kappaksturinn gæti orðið góður á brautinni en annars eru aðstæður á brautinni ómerkilegar. Það er því undir ökumönnum komið að skapa stemninguna fyrir sjálfa sig, það er mikilvægt að halda haus, það hefur Alonso sýnt að hann geti manna best. Helsta ógn Alonso og Ferrari er ríkjandi heimsmeistari, Sebastian Vettel á Red Bull-bílnum. Hann hefur verið ógnarflótur undanfarið og telur Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, Red Bull eiga meiri möguleika en McLaren í þeim mótum sem eftir eru. "Alonso eru undir meiri pressu frá Vettel en okkur, en við erum að bæta í gatið og vonandi getum við bætt okkur enn meira í síðustu fimm mótunum. Í beinni á Stöð 2 SportKóreski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allar æfingar, tímatökur og keppnin eru sýndar í beinni og tímatakan og keppnin eru svo endursýnd á laugardag og sunnudag. Föstudagur 12. október 1:00 Fyrsta æfing í Kóreu 5:00 Önnur æfing í Kóreu Laugardagur 13. október 1:55 Þriðja æfing í Kóreu 4:50 Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kóreu 12:00 Endursýning frá tímatökum Sunnudagur 5:40 Kóreski kappaksturinn 12:00 Endursýning frá kappakstrinum Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari í Formúlu 1 er sjálfsöruggur og segist eiga góða möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að keppinautar hans saxi jafnt og þétt á forskot hans í stigabaráttunni. Ferrari-ökuþórinn hefur í allt sumar verið með stöðugasta pakkan á öllum brautum tímabilsins og það hefur fleytt Alonso í efsta sætið í titilbaráttunni. Nú eru Red Bull og McLaren bílarnir að koma til og farnir að geta ógnað Alonso reglulegar. Nú er svo komið að fyrir næsta kappakstur, sem fram fer í Kóreu um helgina, hefur Alonso aðeins fjögurra stiga forystu í titilbaráttunni. Aðeins fjögur mót eru síðan forysta hans var 37 stig en síðan þá hefur Alonso þurft að hætta keppni tvisvar. "Ég er sannfærður um að ég geti barist um titilinn fram á lokametrana," sagði Alonso við BBC Sport. "Fólkið sem vinnur að bílnum eru þau sömu og hafa skilað okkur svona langt. Ég hef enga ástæðu til þess að halda að við getum ekki haldið þessu áfram." Kóreska brautin hentar FerrariDavid Coulthard, fyrrum ökumaður Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1 segir Yeongam-brautina í Kóreu henta Ferrari-liðinu sérstaklega. Kappaksturinn gæti orðið góður á brautinni en annars eru aðstæður á brautinni ómerkilegar. Það er því undir ökumönnum komið að skapa stemninguna fyrir sjálfa sig, það er mikilvægt að halda haus, það hefur Alonso sýnt að hann geti manna best. Helsta ógn Alonso og Ferrari er ríkjandi heimsmeistari, Sebastian Vettel á Red Bull-bílnum. Hann hefur verið ógnarflótur undanfarið og telur Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, Red Bull eiga meiri möguleika en McLaren í þeim mótum sem eftir eru. "Alonso eru undir meiri pressu frá Vettel en okkur, en við erum að bæta í gatið og vonandi getum við bætt okkur enn meira í síðustu fimm mótunum. Í beinni á Stöð 2 SportKóreski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allar æfingar, tímatökur og keppnin eru sýndar í beinni og tímatakan og keppnin eru svo endursýnd á laugardag og sunnudag. Föstudagur 12. október 1:00 Fyrsta æfing í Kóreu 5:00 Önnur æfing í Kóreu Laugardagur 13. október 1:55 Þriðja æfing í Kóreu 4:50 Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kóreu 12:00 Endursýning frá tímatökum Sunnudagur 5:40 Kóreski kappaksturinn 12:00 Endursýning frá kappakstrinum
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira