Íslensku stelpurnar Kristianstad náðu ekki að hjálpa löndum sínum í LdB FC Malmö í baráttunni um sænska meistaratitilinn í dag þegar Kristianstad-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Tyresö FF í 20. umferð sænsku kvennadeildarinnar. Tyresö minnkaði forskot Malmö á toppnum í tvö stig en Malmö-liðið á leik inni.
Katrín Ómarsdóttir þurfti að fara í markið hjá Kristianstad þegar markvörður liðsins meiddist eftir tíu mínútur. Katrín hélt markinu hreinu í 55 mínútur en fékk síðan tvö mörk á sig í lokin.
Hollenska landsliðskonan Kirsten van de Ven skoraði bæði mörk Tyresö í leiknum en hin brasilíska Marta tók út leikbann í dag.
Katrín hafði nóg að gera í leiknum því samkvæmt tölfræði sænska sambandsins þá fékk hún 11 skot á sig á meðan hún var í marki Kristianstad.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad og Guðný Björk Óðinsdóttir kom síðan inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband.
Katrín hélt hreinu í 55 mínútur en fékk svo á sig tvö mörk
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn





