Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana 19. október 2012 11:00 Berglind Guðmundsdóttir Berglind Guðmundsdóttir heldur úti fallegri matarsíðu sem ber heitið www. gulurraudurgraennogsalt.com. „ Ég legg mikla áherslu á að maturinn sé næringarríkur, líti vel út og sé bragðgóður og það fer ekkert inn á síðuna nema að það sé alveg dásamlegt!"Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana2 eggaldin, skorin í tvennt3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar og skornar í tvenntOlía600 gr. kjúklingalundirChilikrydd1 laukur, smátt skorinn3 hvítlauksgeirar, pressaðir1 dós (400 gr.) pastasósa1 dós (70 gr.) tómatpúrra1 kúla mozzarella, skorin í þunnar sneiðar1 búnt af ferskri basilíku, söxuðBrauðmylsna úr tveimur vel ristuðum brauðumPasta að eigin vali, soðið þar til næstum al dente 1. Penslið eggaldin og paprikurnar með olíu og leggið á ofnplötu með bökunarpappír þannig að hýðið snúi upp. Grillið í ofni í um 30 mínútur eða þar til húðin á paprikunum verður svört. Kælið. Takið hýðið af paprikunum og skafið kjötið úr eggaldinunum. Látið paprikurnar og kjötið úr eggaldinunum saman í skál. 2. Kryddið kjúklinginn með chilikryddi og steikið á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og gylltur. Takið til hliðar. 3. Léttsteikið því næst lauk og hvítlauk saman. Bætið grilluðu paprikunum og eggaldinkjötinu saman við og hrærið í um 1 mínútu. Bætið pastasósu og tómatpúrru út í og hrærið að suðu. Takið af hellunni, setjið basilíku út í og kryddið með salti og pipar. 4. Takið eldfast mót og setjið í það rúmlega botnfylli af soðnu pasta.Hellið helmingnum af sósunni yfir pastað og raðið því næst kjúklingnum yfir það og hellið svo restinni af sósunni yfir. Setjið mozzarella yfir allt saman og stráið brauðmylsnu yfir. 5. Látið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.www.gulurraudurgraennogsalt.com. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
Berglind Guðmundsdóttir heldur úti fallegri matarsíðu sem ber heitið www. gulurraudurgraennogsalt.com. „ Ég legg mikla áherslu á að maturinn sé næringarríkur, líti vel út og sé bragðgóður og það fer ekkert inn á síðuna nema að það sé alveg dásamlegt!"Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana2 eggaldin, skorin í tvennt3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar og skornar í tvenntOlía600 gr. kjúklingalundirChilikrydd1 laukur, smátt skorinn3 hvítlauksgeirar, pressaðir1 dós (400 gr.) pastasósa1 dós (70 gr.) tómatpúrra1 kúla mozzarella, skorin í þunnar sneiðar1 búnt af ferskri basilíku, söxuðBrauðmylsna úr tveimur vel ristuðum brauðumPasta að eigin vali, soðið þar til næstum al dente 1. Penslið eggaldin og paprikurnar með olíu og leggið á ofnplötu með bökunarpappír þannig að hýðið snúi upp. Grillið í ofni í um 30 mínútur eða þar til húðin á paprikunum verður svört. Kælið. Takið hýðið af paprikunum og skafið kjötið úr eggaldinunum. Látið paprikurnar og kjötið úr eggaldinunum saman í skál. 2. Kryddið kjúklinginn með chilikryddi og steikið á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og gylltur. Takið til hliðar. 3. Léttsteikið því næst lauk og hvítlauk saman. Bætið grilluðu paprikunum og eggaldinkjötinu saman við og hrærið í um 1 mínútu. Bætið pastasósu og tómatpúrru út í og hrærið að suðu. Takið af hellunni, setjið basilíku út í og kryddið með salti og pipar. 4. Takið eldfast mót og setjið í það rúmlega botnfylli af soðnu pasta.Hellið helmingnum af sósunni yfir pastað og raðið því næst kjúklingnum yfir það og hellið svo restinni af sósunni yfir. Setjið mozzarella yfir allt saman og stráið brauðmylsnu yfir. 5. Látið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.www.gulurraudurgraennogsalt.com.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið