LdB Malmö, lið Þóru Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, náði fimm stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Vittsjö þar sem sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins. Alls voru þrír leikir í deildinni í dag og komu íslenskar knattspyrnukonur við sögu í þeim öllum.
Sara og Þóra léku allan leikinn að venju fyrir Malmö sem komst í 2-0 með tveimur mörkum rétt fyrir leikhlé. Allt benti til þess að Vittsjö næði að stela stigi þegar Sjödahl skoraði í tvígang seint í seinni hálfleik en Þjóðverjinn Anja Mittag tryggði Malmö mikilvægan sigur með marki rétt fyrir leikslok.
Malmö er nú með 45 stig, fimm stigum meira en Tyresö sem á leik til góða gegn AIK á þriðjudaginn.
Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Piteå sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Jitex. Jitex lyfti sér upp fyrir Piteå í deildinni með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti, níu stigum frá fallsæti.
Vandræði Djurgården á botni deildarinnar halda áfram. Liðið tapaði 2-0 fyrir Umeå á útivelli í dag en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgården og Katrín Jónsdóttir lék í vörninni. Djurgården er sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni og stigi á eftir AIK í næst neðsta sæti.
Malmö heldur sínu striki
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti