Setbergsá: 99% á maðkinn 26. september 2012 18:33 Tveir haustlaxar á leið í reyk. Mynd/Trausti Veiði lauk í Setbergsá á Skógarströnd um miðjan mánuðinn. Á vef SVFR segir að líkt og víða voru veiðitölur í lægri kantinum í þessari nettu laxveiðiá. Í Setbergsá er veitt á tvær dagsstangir og áin hvíld alla fimmtudaga í sumar. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 15. september og eins og áður segir er veitt sex daga vikunnar. Kvóti er tveir laxar á dagsstöng og voru nokkur holli í sumar sem nýttu fullan kvóta sinn. Heildarveiði eftir sumarið eru 53 laxar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júlí 7 laxar; ágúst 26 laxar og í september 20 laxar. "Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði
Veiði lauk í Setbergsá á Skógarströnd um miðjan mánuðinn. Á vef SVFR segir að líkt og víða voru veiðitölur í lægri kantinum í þessari nettu laxveiðiá. Í Setbergsá er veitt á tvær dagsstangir og áin hvíld alla fimmtudaga í sumar. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 15. september og eins og áður segir er veitt sex daga vikunnar. Kvóti er tveir laxar á dagsstöng og voru nokkur holli í sumar sem nýttu fullan kvóta sinn. Heildarveiði eftir sumarið eru 53 laxar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júlí 7 laxar; ágúst 26 laxar og í september 20 laxar. "Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði