Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum 14. september 2012 06:00 Hrygna og hængur. Mynd / Trausti Hafliðason Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá því að veiðin í Dunká sé þegar orðin betri en í fyrra en félagið tók við ánni í ár. "Fyrir viku síðan voru komnir 108 laxar úr Dunká. Þetta er meiri veiði en í fyrra þegar að áin skilaði um 100 laxa veiði. Veitt er út mánuðinn í Dunknum og því nógur tími til stefnu," segir á vef SVFR. "Haustið er oft á tíðum drjúgt í smáánum í Dölunum og því von til þess að nokkuð bætist við veiðitölurnar. Enn eru laus holl í þessari skemmtilegu laxveiðiá á haustdögum." Svo virðist sem ágætis líf sé í Gljúfurá í Borgarfirði um þessar mundir. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá veiðimönnum sem voru komnir með átta laxa á hádegi í gær eftir tvær vaktir. Meirihluti þeirra var tekin á flugu. Ennfremur er greint frá því að veiði í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, sé lokið. "Fyrstu fréttir benda til þess að veiðin í sumar hafi verið góð, og sá mikli samdráttur sem var í veiði í Borgarfirðinum hafi ekki komið jafn illa niður á ármótasvæðunum Brennu og Straumum. Ef eitthvað er þá skila þessi tvö stuttu veiðisvæði líklegast einna bestu meðalveiði á stöng á landsvísu. Óstaðfestar fréttir eru að Straumarnir hafi skila hátt í 300 löxum á tvær dagsstangir í sumar," segir vef SVFR. Við þetta er því að bæta að 325 laxar voru komnir á land í Brennunni þann 5. september síðastliðinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði
Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá því að veiðin í Dunká sé þegar orðin betri en í fyrra en félagið tók við ánni í ár. "Fyrir viku síðan voru komnir 108 laxar úr Dunká. Þetta er meiri veiði en í fyrra þegar að áin skilaði um 100 laxa veiði. Veitt er út mánuðinn í Dunknum og því nógur tími til stefnu," segir á vef SVFR. "Haustið er oft á tíðum drjúgt í smáánum í Dölunum og því von til þess að nokkuð bætist við veiðitölurnar. Enn eru laus holl í þessari skemmtilegu laxveiðiá á haustdögum." Svo virðist sem ágætis líf sé í Gljúfurá í Borgarfirði um þessar mundir. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá veiðimönnum sem voru komnir með átta laxa á hádegi í gær eftir tvær vaktir. Meirihluti þeirra var tekin á flugu. Ennfremur er greint frá því að veiði í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, sé lokið. "Fyrstu fréttir benda til þess að veiðin í sumar hafi verið góð, og sá mikli samdráttur sem var í veiði í Borgarfirðinum hafi ekki komið jafn illa niður á ármótasvæðunum Brennu og Straumum. Ef eitthvað er þá skila þessi tvö stuttu veiðisvæði líklegast einna bestu meðalveiði á stöng á landsvísu. Óstaðfestar fréttir eru að Straumarnir hafi skila hátt í 300 löxum á tvær dagsstangir í sumar," segir vef SVFR. Við þetta er því að bæta að 325 laxar voru komnir á land í Brennunni þann 5. september síðastliðinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði