Laxárdalurinn veldur mönnum áhyggjum 2. september 2012 18:45 Laxárdalurinn gaf 763 fiska en Mývatnssveitin 3.719. Mynd/Garðar Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum. Þann 31. ágúst lauk veiðum á tveimur urriðasvæðum Laxár í Suður Þingeyjarsýslu, en árnefndin var í Mývatnssveitinni síðustu dagana ásamt fleiri veiðimönnum, eins og sagt er frá á svfr.is. Þar segir: "Frómt frá sagt var mögnuð veiði þessa daga á flestum svæðum en veitt var á allskonar þurrar, votar eða straumlínulagaðar flugur. Semsagt eitthvað fyrir alla í fjölmennum hópi fluguveiðinörda!" Samtals voru 4.482 urriðar skráðir í veiðibækur á þessum svæðum sem er 11% aukning frá árinu á undan. Þessi heildarveiði er mjög nálægt meðalveiði árinnar síðustu 25 ár. Í Mývatnssveitinni veiddust 3.719 fiskar sem er 15% aukning í veiði frá árinu á undan en í Laxárdalnum veiddust 763 fiskar sem er um 8% samdráttur frá árinu á undan. "Eru menn farnir að hafa verulegar áhyggjur af slakri veiði í Laxárdalnum fjórða árið í röð og eru uppi ýmsar kenningar um hvað veldur. En þetta er ekki einsdæmi. Á fyrri hluta 10. áratugarins (1991-1996) komu fimm ár í röð með enn lakari veiði í Dalnum en nú er reyndin," segir í frétt SVFR. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum. Þann 31. ágúst lauk veiðum á tveimur urriðasvæðum Laxár í Suður Þingeyjarsýslu, en árnefndin var í Mývatnssveitinni síðustu dagana ásamt fleiri veiðimönnum, eins og sagt er frá á svfr.is. Þar segir: "Frómt frá sagt var mögnuð veiði þessa daga á flestum svæðum en veitt var á allskonar þurrar, votar eða straumlínulagaðar flugur. Semsagt eitthvað fyrir alla í fjölmennum hópi fluguveiðinörda!" Samtals voru 4.482 urriðar skráðir í veiðibækur á þessum svæðum sem er 11% aukning frá árinu á undan. Þessi heildarveiði er mjög nálægt meðalveiði árinnar síðustu 25 ár. Í Mývatnssveitinni veiddust 3.719 fiskar sem er 15% aukning í veiði frá árinu á undan en í Laxárdalnum veiddust 763 fiskar sem er um 8% samdráttur frá árinu á undan. "Eru menn farnir að hafa verulegar áhyggjur af slakri veiði í Laxárdalnum fjórða árið í röð og eru uppi ýmsar kenningar um hvað veldur. En þetta er ekki einsdæmi. Á fyrri hluta 10. áratugarins (1991-1996) komu fimm ár í röð með enn lakari veiði í Dalnum en nú er reyndin," segir í frétt SVFR. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði