Haustgöngurnar að byrja í Stóru-Laxá? 3. september 2012 22:41 Veiðimaður mundar stöngina í Stóru-Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði
Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði