Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Alfreð Finnbogason voru báðir á skotskónum þegar lið þeirra mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. IFK Norrköping, lið Gunnars Heiðars, vann þá 2-1 útisigur á Helsingborg, liði Alfreðs.
Gunnar Heiðar kom Norrköping í 1-0 strax á 17. mínútu leiksins en hann skoraði líka eina markið í fyrri leik þessara liða. Shpetim Hasani bætti við öðru marki átta mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður í hálfleik og minnkaði muninn á 58. mínútu. Nær komst Helsingborg ekki og tapaði því dýrmætum stigum í toppbaráttunni.
Gunnar Heiðar er búinn að skora 9 mörk í 17 leikjum á þessu tímabili en Alfreð var að skora sitt tíunda mark þar af það sjöunda í síðustu sjö leikjum sínum.
Helsingborg og Norrköping eru þar með jöfn í 3. og 4. sæti með 28 stig eða sex stigum minna en efstu liðin.
Gunnar Heiðar og Alfreð skoruðu báðir í Íslendingaslag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

