Gunnar Heiðar Þorvaldsson var hetja Norrköping í dag en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.
Kalmar komst yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Heiðar jafnaði metin á 62. mínútu og skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.
Með sigrinum komst liðið upp í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Elfsborg er enn á toppnum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Mjällby í dag en er þó með sex stiga forystu á næsta lið.
AIK er í þriðja sætinu eftir 3-1 sigur á Häcken í dag. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með AIK.
Gunnar Heiðar hetja Norrköping
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

