Þrír laxar, þar af 12 punda nýrunninn hrygna, veiddust í Brúarlagshyl í Fnjóská en hún var opnuð um helgina. Í gær veiddist svo einn lax í Kolbeinspolli en um tíu laxar voru í pollinum. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.
Á vef Stangveiðifélagsins kemur einnig fram að Flúðamenn, sem eru leigutakarnir, hafi gert Fnjóská klára fyrir veiðisumarið um helgina og hafi möl meðal annars verið mokuð upp úr laxastiganum með stórtækum vinnuvélum.
Í fyrra veiddust 690 laxar og 412 silungar, en árið 2010 veiddust 1.054 laxar í Fnjóská en 483 silungar en árið 2009 413 laxar og 590 silungar.

