Björn Bergmann Sigurðsson tryggði Lilleström 1-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en markið skoraði hann á 90. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti heimasigur Lilleström síðan í ágúst í fyrra og aðeins annar sigur liðsins í fyrstu 10 umferðum tímabilsins.
Björn Bergmann skoraði sigurmarkið með skoti af 16 metra færi sem fór af varnarmanni og í netið. Markið kom nánast upp úr engu og þegar allt stefndi í markalaust jafntefli.
Björn Bergmann hefur verið í miklu stuði með Lilleström að undanförnu en hann hefur skorað 7 mörk í síðustu 4 deildarleikjum liðsins og er nú einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar.
Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn á miðjunni en Stefán Logi Magnússon sat á bekknum.
Björn Bergmann með sjöunda markið í fjórum leikjum - tryggði LSK 1-0 sigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn