Átta milljarðar til verndar laxastofnum Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2012 16:34 Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hefur sett sér það takmark að semja við alla sem eiga rétt til netaveiða á laxi við Norður-Atlantshaf. „Ég vil gera sanngjarnan samning við alla sem veiða lax í net", segir Orri í viðtali við breska stórblaðið Financial Times. NASF hefur nýverið gert samning við veiðimenn í þorpinu Mudeford í Dorset og því getur lax í ánum Avon og Stour nú gengið óáreittur fyrir netaveiði til hrygningarstöðva sinna. Í grein FT segir að samningurinn sé aðeins sá nýjasti af fjölmörgum á þeim 23 árum sem Orri og hans fólk hefur beitt sér fyrir því að kaupa upp netaréttindi veiðimanna. Orri og hans menn hafa nú keypt netaveiðirétt af 85% allra veiðimanna sem slíkar veiðar hafa stundað á Atlantshafslaxi. Sá hópur telur 5.200 manns. Til þess hefur NASF safnað 40 milljónum punda, eða um átta milljörðum íslenskra króna að núvirði, eins og James Pickford, blaðamaður FT, greinir frá í grein sinni. Netaveiðar þorpsbúa í Mudeford hófust fyrir hundruðum ára segir í grein FT. Árnar, Avon og Stour, eru með þekktari laxveiðiám á Bretlandseyjum enda státuðu þær af gríðarlega stórum laxastofnum allt fram á sjöunda áratuginn þegar þeir hrundu. Algeng veiði á stöng í Avon var vel á annað þúsund laxa um 1970 en árið 2010 veiddust aðeins 73, og er þá stangveiði og netaveiði talin saman. Hér má lesa meira um verndunarstarf NASF og hér má lesa grein FT. Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði
Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hefur sett sér það takmark að semja við alla sem eiga rétt til netaveiða á laxi við Norður-Atlantshaf. „Ég vil gera sanngjarnan samning við alla sem veiða lax í net", segir Orri í viðtali við breska stórblaðið Financial Times. NASF hefur nýverið gert samning við veiðimenn í þorpinu Mudeford í Dorset og því getur lax í ánum Avon og Stour nú gengið óáreittur fyrir netaveiði til hrygningarstöðva sinna. Í grein FT segir að samningurinn sé aðeins sá nýjasti af fjölmörgum á þeim 23 árum sem Orri og hans fólk hefur beitt sér fyrir því að kaupa upp netaréttindi veiðimanna. Orri og hans menn hafa nú keypt netaveiðirétt af 85% allra veiðimanna sem slíkar veiðar hafa stundað á Atlantshafslaxi. Sá hópur telur 5.200 manns. Til þess hefur NASF safnað 40 milljónum punda, eða um átta milljörðum íslenskra króna að núvirði, eins og James Pickford, blaðamaður FT, greinir frá í grein sinni. Netaveiðar þorpsbúa í Mudeford hófust fyrir hundruðum ára segir í grein FT. Árnar, Avon og Stour, eru með þekktari laxveiðiám á Bretlandseyjum enda státuðu þær af gríðarlega stórum laxastofnum allt fram á sjöunda áratuginn þegar þeir hrundu. Algeng veiði á stöng í Avon var vel á annað þúsund laxa um 1970 en árið 2010 veiddust aðeins 73, og er þá stangveiði og netaveiði talin saman. Hér má lesa meira um verndunarstarf NASF og hér má lesa grein FT.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði