Íslensku strákarnir í Halmstad stóðu sig vel í dag því þeir skoruðu báðir í góðum 3-2 sigri á Jönköping Södra.
Kristinn Steindórsson skoraði snemma í leiknum en hann var að skora annan leikinn í röð. Mark Guðjóns Baldvinssonar kom á 23. mínútu.
Halmstad er í sjötta sæti sænsku B-deildarinnar.
