Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið sjóðheitur með norska liðinu Lilleström að undanförnu en í dag skoraði hann bæði mörkin í 2-1 sigri á Viking.
Þetta var fyrsti sigur Lilleström á tímabilinu og reyndar síðan 7. ágúst í fyrra. Hann var því afar kærkominn.
Björn Bergmann skoraði þrennu í 4-3 tapi gegn Brann á sunnudaginn og hefur því skorað fimm mörk á aðeins fimm dögum fyrir Lilleström. Hann hefur nú skorað sex mörk alls á tímabilnu.
Fyrra markið skoraði hann strax í upphafi leiksins en skot hans breytti reyndar um stefnu á Indriða Sigurðssyni, leikmanni Viking. Seinna markið skoraði hann eftir að hafa komist einn gegn markverði Viking.
Stefán Logi Magnússon var á bekknum hjá Lilleström en Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn, sem og Björn Bergmann. Indriði spilaði allan leikinnj fyrir Viking.
Haugesund vann Álasund, 4-2. Andrés Már Jóhannesson var ónotaður varamaður hjá Haugesund.
Hönefoss vann svo góðan útisigur á Rosenborg, 1-0. Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson spiluðu allan leikinn í liði Hönefoss.
Björn Bergmann skoraði bæði í 2-1 sigri | Fimm mörk á fjórum dögum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
