Staðið við í Hafravatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2012 15:15 Einfalt og ókeypis er að stunda silungsveiði í Hafravatni. Mynd/Garðar Veiðimenn ýmist óðu frá bakkanum eða reru út á bátum á Hafravatni á frídegi verkalýðsins í gær. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von. Var þar vanur maður á ferð sem upplýsti að hann hefði fengið fjörtíu urriða í Hafravatni í apríl í fyrra. „Þetta er mest allt smár fiskur, kannski um þrjú hundruð grömm en afbragðs matfiskur," sagði veiðimaðurinn ákveðinn í að fara ekki tómhentur heim í eldhús. Þess má geta að ekki er tekið gjald fyrir veiða í Hafravatni. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Veiðimenn ýmist óðu frá bakkanum eða reru út á bátum á Hafravatni á frídegi verkalýðsins í gær. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von. Var þar vanur maður á ferð sem upplýsti að hann hefði fengið fjörtíu urriða í Hafravatni í apríl í fyrra. „Þetta er mest allt smár fiskur, kannski um þrjú hundruð grömm en afbragðs matfiskur," sagði veiðimaðurinn ákveðinn í að fara ekki tómhentur heim í eldhús. Þess má geta að ekki er tekið gjald fyrir veiða í Hafravatni.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði