Tvíburar á stórlaxaveiðum í sjónvarpinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. maí 2012 15:28 Ásmundur Helgason og Gunnar Helgason - sem er við það að missa lax út úr höndunum í Breiðdalsá. Mynd/Jón Víðir Hauksson Fyrir síðustu jól var rýnt í myndina um Leitina að stórlaxinum í Fréttablaðinu. Í tilefni þess að upp úr myndinni hefur nú verð unnin sjónvarpsþáttaröð sem hefst í kvöld á RÚV birtir Veiðivísir þessa gagnrýni úr Fréttablaðinu. „Í fyrra sendu þær bræður frá sér disk með sjónvarpsþáttaröðinni Með öngulinn í rassinum. Í henni flökkuðu þeir á milli veiðisvæða í keppni um hvor fengi mestu sumarveiðina. Að þessu sinni einkennir meira bróðerni yfirreið Ásmundar og Gunnars. Markmiðið er að hvor um sig fái sinn stærsta fisk fram að því og síðan að fá lax sem vegur tuttugu pund eða meira. Sumarið var bræðrunum afar gjöfult og það endurspeglast í ríkulegri skemmtun í Leitinni að stórlaxinum. Myndatakan er oft og tíðum afbragð þó að stundum hafi þurft að reiða sig alfarið á GoPro-smávélarnar sem ávallt voru við höndina og björguðu frábærum augnablikum í hús. Söngur Karlakórs Kjalnesinga ljær myndinni síðan huggulegan og þjóðlegan blæ. (Síendurtekið Guttavísustef var þó reyndar farið að hljóma í mín eyru dálítið eins og íslensku gestirnir sem héldu vöku fyrir alríkislögreglumanninum Dale Cooper á hótelinu í Tvídröngum – ef einhver skyldi vera að horfa á Twin Peaks sem nú er verið að endursýna). Breiðdalsá, Laxá í Aðaldal, Hofsá og Jöklusvæðið er sótt heim. Eins og vera ber er aðaláherslan á það sem fer fram við árbakkann. Inn á milli er rætt við reynda kappa um leyndardóma laxveiðinnar og álitamál á borð við veiða/sleppa fyrirkomulagið. Af aukaefni sem fylgir með á diskinum ber hæst rennsli í gegn um alla myndina þar sem Ási og Gunni spjalla um það sem fyrir augu ber og velta fyrir sér ýmsum spurningum.Garðar Örn Úlfarsson“ Myndin fékk fjórar stjörnur í Fréttablaðinu. Stangveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Hjónahollunum fjölgar í veiðinni Veiði
Fyrir síðustu jól var rýnt í myndina um Leitina að stórlaxinum í Fréttablaðinu. Í tilefni þess að upp úr myndinni hefur nú verð unnin sjónvarpsþáttaröð sem hefst í kvöld á RÚV birtir Veiðivísir þessa gagnrýni úr Fréttablaðinu. „Í fyrra sendu þær bræður frá sér disk með sjónvarpsþáttaröðinni Með öngulinn í rassinum. Í henni flökkuðu þeir á milli veiðisvæða í keppni um hvor fengi mestu sumarveiðina. Að þessu sinni einkennir meira bróðerni yfirreið Ásmundar og Gunnars. Markmiðið er að hvor um sig fái sinn stærsta fisk fram að því og síðan að fá lax sem vegur tuttugu pund eða meira. Sumarið var bræðrunum afar gjöfult og það endurspeglast í ríkulegri skemmtun í Leitinni að stórlaxinum. Myndatakan er oft og tíðum afbragð þó að stundum hafi þurft að reiða sig alfarið á GoPro-smávélarnar sem ávallt voru við höndina og björguðu frábærum augnablikum í hús. Söngur Karlakórs Kjalnesinga ljær myndinni síðan huggulegan og þjóðlegan blæ. (Síendurtekið Guttavísustef var þó reyndar farið að hljóma í mín eyru dálítið eins og íslensku gestirnir sem héldu vöku fyrir alríkislögreglumanninum Dale Cooper á hótelinu í Tvídröngum – ef einhver skyldi vera að horfa á Twin Peaks sem nú er verið að endursýna). Breiðdalsá, Laxá í Aðaldal, Hofsá og Jöklusvæðið er sótt heim. Eins og vera ber er aðaláherslan á það sem fer fram við árbakkann. Inn á milli er rætt við reynda kappa um leyndardóma laxveiðinnar og álitamál á borð við veiða/sleppa fyrirkomulagið. Af aukaefni sem fylgir með á diskinum ber hæst rennsli í gegn um alla myndina þar sem Ási og Gunni spjalla um það sem fyrir augu ber og velta fyrir sér ýmsum spurningum.Garðar Örn Úlfarsson“ Myndin fékk fjórar stjörnur í Fréttablaðinu.
Stangveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Hjónahollunum fjölgar í veiðinni Veiði