Matthías Vilhjálmsson var enn og aftur á skotskónum fyrir Start í dag er það gerði jafntefli, 1-1, á útivelli gegn Sandefjord í norsku B-deildinni.
Matthías kom Start yfir í leiknum á 24. mínútu en Alexander Gabrielsen jafnaði leikinn 15 mínútum síðar og þar við sat.
Mátthías lék allan leikinn fyrir Start í fremstu víglínu. Guðmundur Kristjánsson spilaði einnig allan leikinn fyrir Start sem miðvörður. Hann fékk að líta gula spjaldið korteri fyrir leikslok.
Start er í þriðja sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrjá leiki.
Matthías skoraði fyrir Start í jafnteflisleik

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti