Elfsborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Örebro á útivelli í kvöld. Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá félaginu en var ekki í hópnum í kvöld þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða.
Annað Íslendingalið, IFK Gautaborg, vann góðan útisigur á Häcken, 2-1, og þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hjörtur Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson spiluðu allan leikinn fyrir Gautaborgarliðið sem er nú með fimm stig eftir fimm umferðir.
Elfsborg er á toppnum með tólf stig af fimmtán mögulegum, tveimur meira en Malmö sem er í öðru sæti.
Skúli Jón og félagar á toppnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti