Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu sitt markið hvor þegar Avaldsnes vann 2-0 útisigur á Medkila í næstefstu deild norska kvennaboltans í dag.
Hólmfríður kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar hún komst einn gegn markverði heimaliðsins. Kristín Ýr skoraði síðara mark liðsins um miðjan hálfleikinn með skalla af stuttu færi.
Þetta var annar sigur Avaldsnes í deildinni eftir þrjár umferðir.
Hólmfríður og Kristín Ýr skoruðu í sigurleik
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti