Davíð Þór viðarsson, fyrrum leikmaður FH, var hetja sinna manna er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Ängelholm með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Davíð skorar sigurmark leiksins en hann gerði það einnig fyrir viku síðan í 2-1 sigri á Trelleborg.
Davíð Þór spilaði allan leikinn fyrir Öster sem trónir á toppi sænsku B-deildarinnar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki tímabilsins.
Hann er nú að hefja sitt þriðja tímabil með liðinu en hann hefur verið lykilmaður í því síðan hann kom til félagsins árið 2010.
Davíð skoraði sigurmark Öster annan leikinn í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn





