Hallgrímur Jónasson var hetja SönderjyskE sem lagði Nordsjælland 1-0 á heimavelli í efstu deild dönsku knattpyrnunnar í dag.
Hallgrímur skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eyjólfur Héðinsson var einnig í byrjunarliðinu og var áminntur í fyrri hálfleik.
Sigurinn var nokkuð óvæntur enda Nordsjælland í toppbaráttu deildarinnar og grætur sárlega þau þrjú stig sem töpuðust í dag. Liðið hefði með sigri komist upp að hlið FCK í toppsæti deildarinnar en liðið mætir Bröndby síðar í dag.
SönderjyskE er í 9. sæti en aðeins munar fimm stigum á liðunum í 5. - 9. sæti deildarinnar.
Hallgrímur með sigurmark SönderjyskE
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti