Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn þegar að OB tapaði fyrir AC Horsens, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fimmta tap OB í röð og er liðið í tíunda sæti deildarinnar. Liðið vann síðast leik gegn SönderjyskE í byrjun desember.
Rúrik hefur verið fastamaður í liði OB síðan deildin fór aftur af stað fyrir um mánuði síðan eftir vetrarfrí.
OB er nú fimm stigum frá fallsæti en Lyngby er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. OB er með 26 stig.
