Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir léku allan leikinn með liði Malmö sem sigraði Kopparbergs/Göteborgs í Ofurbikarnum í Svíþjóð í dag.
Leikurinn er árleg viðureign landsmeistara og bikarmeistara sem markar upphafið að knattspyrnuvertíðinni í Svíþjóð.
Anja Mittag skoraði sigumark Malmö mínútu fyrir leikslok.
Íslendingar áttu einnig sinn fulltrúa í karlaleiknum í gær. Alfreð Finnbogason lagði þá upp annað af mörkum Helsingborgar í 2-0 sigri á AIK.
Sara Björk og Þóra meistarar meistaranna

Tengdar fréttir

Alfreð lagði upp mark og fyrsti bikarinn í hús
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Helsingborgar þegar liðið lagði AIK í Ofurbikarnum, viðureign landsmeistaranna og bikarmeistaranna, í sænska boltanum í dag.