Sölvi Geir Ottesen var í liði FCK og Hallgrímur Jónasson í liði SönderjyskE er liðin mættust á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Topplið FCK hafði þar betur, 2-0, með mörkum frá Dame N'Doye og sjálfsmarki Lasse Vibe. Það hefur nú sjö stiga forskot á toppnum en SönderjyskE er í tíunda sæti.
Hallgrímur fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk FCK að þessu sinni.
