Batnandi útlit í Eyjafjarðará Af Vötn og Veiði skrifar 20. febrúar 2012 14:24 Mynd af www.votnogveidi.is Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í „gjörgæslu". En nú virðast tímar vera bjartari. Frá þessu er greint í nýrri úttekt á vefsíðu Veiðimálastofnunnar þar sem teknar eru saman rannsóknir á fiskistofnum árinnar síðustu árin. Eftir stóru uppgangsárin hrundi allt saman hratt. VMSt leiðir að því getum að sú dýfa kunni að stafa af hlýnun í gegnum árin, en augljóslega hefur slíkt mikil áhrif á lífríki vatnakerfa og þarfir hinna ýmsu tegunda eru ólíkar. Þó að það sé ekki nefnt sérstaklega þá hafa einnig margir orðið til að nefna að ofveiði kunni að hafa verið á efstu veiðisvæðum árinnar, ekki hvað síst með aukinni notkun á andstreymisveiði sem virðist geta mokað fiski upp viðstöðulítið séu skilyrði til þess fyrir hendi. Mikið var veitt af stóru hrygningarbleikjunni á efstu svæðunum á umræddum toppárum. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4139 Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Öll vorveiðin hjá Hreggnasa uppseld nema í Grímsá Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í „gjörgæslu". En nú virðast tímar vera bjartari. Frá þessu er greint í nýrri úttekt á vefsíðu Veiðimálastofnunnar þar sem teknar eru saman rannsóknir á fiskistofnum árinnar síðustu árin. Eftir stóru uppgangsárin hrundi allt saman hratt. VMSt leiðir að því getum að sú dýfa kunni að stafa af hlýnun í gegnum árin, en augljóslega hefur slíkt mikil áhrif á lífríki vatnakerfa og þarfir hinna ýmsu tegunda eru ólíkar. Þó að það sé ekki nefnt sérstaklega þá hafa einnig margir orðið til að nefna að ofveiði kunni að hafa verið á efstu veiðisvæðum árinnar, ekki hvað síst með aukinni notkun á andstreymisveiði sem virðist geta mokað fiski upp viðstöðulítið séu skilyrði til þess fyrir hendi. Mikið var veitt af stóru hrygningarbleikjunni á efstu svæðunum á umræddum toppárum. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4139
Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Öll vorveiðin hjá Hreggnasa uppseld nema í Grímsá Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði