Matthías Vilhjálmsson var ekki nema eina mínútu að koma sér á blað hjá sínu nýja félagi, Start. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start gegn Bryne í æfingaleik.
Matthías var gríðarlega beittur í leiknum og átti stóran þátt í fjórða marki Bryne er hann skallaði að marki Bryne, boltinn fór í varnarmann Bryne og í netið. Matthías lagði einnig upp færi fyrir félaga sína og lék á alls oddi.
Matthías fór af velli tólf mínútum fyrir leikslok.
Draumabyrjun hjá Ísfirðingnum sem kemur heim á morgun og fer svo með landsliðinu til Japan þar sem liðið leikur í fyrsta skipti undir stjórn Lars Lagerbäck.
