Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Karl Lúðvíksson skrifar 12. janúar 2012 12:41 Frá undirritun samnings á leigu Þverár og Kjarrár Mynd: Sigurjón Ragnar Starir ehf er nýr leigutaki veiðiréttar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Samningur þess efnis var undirritaður í eftirmiðdaginn. Veiðisvæðið var boðið út síðla síðasta árs og vakti útboðsferlið mikla athygli. Ekki síst fyrir þá staðreynd að fyrrum leigutaki, Sporður ehf, hefur haft Þverá og Kjarrá á leigu um áratuga skeið og því voru margir sem sýndu veiðiréttinum áhuga. Starir ehf er félag sem stofnað var einvörðungu með leigutökuna í huga. Stjórnarformaður er Davíð Másson en með honum í stjórn eru Halldór Hafsteinsson og Ingólfur Ásgeirsson. Leigutími er til fimm ára frá og með 2013. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði 111 sm hængur úr Laxá í gær Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Norðmenn fyrirmynd í laxeldi? Veiði Veiðum sjálfhætt á silungasvæði Andakílsár Veiði
Starir ehf er nýr leigutaki veiðiréttar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Samningur þess efnis var undirritaður í eftirmiðdaginn. Veiðisvæðið var boðið út síðla síðasta árs og vakti útboðsferlið mikla athygli. Ekki síst fyrir þá staðreynd að fyrrum leigutaki, Sporður ehf, hefur haft Þverá og Kjarrá á leigu um áratuga skeið og því voru margir sem sýndu veiðiréttinum áhuga. Starir ehf er félag sem stofnað var einvörðungu með leigutökuna í huga. Stjórnarformaður er Davíð Másson en með honum í stjórn eru Halldór Hafsteinsson og Ingólfur Ásgeirsson. Leigutími er til fimm ára frá og með 2013. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði 111 sm hængur úr Laxá í gær Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Norðmenn fyrirmynd í laxeldi? Veiði Veiðum sjálfhætt á silungasvæði Andakílsár Veiði