Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2012 20:35 Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1 Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira
Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1
Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira