Hagvöxtur í Þýskalandi sá mesti síðan 1990 12. janúar 2011 11:46 Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira