Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans 17. janúar 2011 08:10 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira