Englaspilið klingir 1. nóvember 2011 00:01 Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, er mikil jólastelpa og finnst erfitt að gera upp á milli jólaskrautsins síns. Hún valdi þó uppáhaldsskraut sem á stóran jólasess í hjörtum margra. „Þetta er eiginlega kertastjaki með fjórum kertum. Í miðjunni er engill með lúður og út frá honum fjórir armar með skrauti sem klingir þegar hitinn frá kertunum snýr því," lýsir Sigríður skrautinu sínu og bætir við: „Þetta heitir víst englaspil og mér finnst nafnið alveg passa." Hún man eftir englaspili af bernskuheimili sínu enda eiga foreldrar hennar eitt slíkt en sjálf eignaðist hún sitt fyrir tveimur árum. „Ég sá englaspilið mitt í Pipar og salt og varð bara að eignast það. En það er mjög erfitt að fá kertin í það. Mig vantaði kerti í fyrra og þá voru þau seld í stykkjatali í Pipar og salt, næstum eins og það væri kertakreppa og skömmtunarseðlar." Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik en hún og Bjarni Snæbjörnsson verða á ferð og flugi á milli vinnustaða að syngja inn jólin á stuttum hádegistónleikum. „Þar syngjum við gömlu amerísku dægurlögin, Bing Crosby og fleira í þeim dúr og það kemur mér í jólaskap, eins og öllum hinum."- bb Jólaskraut Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Heklar flestar jólagjafirnar sjálf Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, er mikil jólastelpa og finnst erfitt að gera upp á milli jólaskrautsins síns. Hún valdi þó uppáhaldsskraut sem á stóran jólasess í hjörtum margra. „Þetta er eiginlega kertastjaki með fjórum kertum. Í miðjunni er engill með lúður og út frá honum fjórir armar með skrauti sem klingir þegar hitinn frá kertunum snýr því," lýsir Sigríður skrautinu sínu og bætir við: „Þetta heitir víst englaspil og mér finnst nafnið alveg passa." Hún man eftir englaspili af bernskuheimili sínu enda eiga foreldrar hennar eitt slíkt en sjálf eignaðist hún sitt fyrir tveimur árum. „Ég sá englaspilið mitt í Pipar og salt og varð bara að eignast það. En það er mjög erfitt að fá kertin í það. Mig vantaði kerti í fyrra og þá voru þau seld í stykkjatali í Pipar og salt, næstum eins og það væri kertakreppa og skömmtunarseðlar." Sigríður Eyrún tekur fram englaspilið sitt fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik en hún og Bjarni Snæbjörnsson verða á ferð og flugi á milli vinnustaða að syngja inn jólin á stuttum hádegistónleikum. „Þar syngjum við gömlu amerísku dægurlögin, Bing Crosby og fleira í þeim dúr og það kemur mér í jólaskap, eins og öllum hinum."- bb
Jólaskraut Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Heklar flestar jólagjafirnar sjálf Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól