Mikill þrýstingur á að opna ný olíusvæði í Noregi 14. janúar 2011 09:31 Mikill þrýstingur er nú á norsk stjórnvöld að þau opni ný svæði til olíuleitar á norska landgrunninu. Landssamtök olíuiðnaðarins í Noregi (OLF) krefjast þess að Stórþingið taki málið á dagskrá. Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no er greint frá nýju mati norska Olíuráðsins um olíuvinnsluna þar í landi á næstu árum sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt því hefur áætlað magn óunninnar olíu á norska landgrunninu minnkað um 20% frá síðasta mati. Þá minnkaði framleiðslan á olíu og gasi á síðasta ári þrátt fyrir að iðnaðurinn keyrði á fullum afköstum. Alfred Nordgård einn af leiðtogum OLF segir að olíuframleiðsla Norðmanna hafi minnkað um 40% frá því að hún náði toppinum fyrir áratug síðan. Sú þróun ætti að vera alvarleg aðvörun fyrir norska ráðamenn. „Til að tryggja áframhaldandi vinnslu og þróun í olíuiðnaðinum verður olíugeirinn að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum," segir Nordgård. „Aðgangur að svæðunum fyrir utan Lofoten og Vesterålen er það sem iðnaðurinn þarfnast til að byrja með." Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill þrýstingur er nú á norsk stjórnvöld að þau opni ný svæði til olíuleitar á norska landgrunninu. Landssamtök olíuiðnaðarins í Noregi (OLF) krefjast þess að Stórþingið taki málið á dagskrá. Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no er greint frá nýju mati norska Olíuráðsins um olíuvinnsluna þar í landi á næstu árum sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt því hefur áætlað magn óunninnar olíu á norska landgrunninu minnkað um 20% frá síðasta mati. Þá minnkaði framleiðslan á olíu og gasi á síðasta ári þrátt fyrir að iðnaðurinn keyrði á fullum afköstum. Alfred Nordgård einn af leiðtogum OLF segir að olíuframleiðsla Norðmanna hafi minnkað um 40% frá því að hún náði toppinum fyrir áratug síðan. Sú þróun ætti að vera alvarleg aðvörun fyrir norska ráðamenn. „Til að tryggja áframhaldandi vinnslu og þróun í olíuiðnaðinum verður olíugeirinn að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum," segir Nordgård. „Aðgangur að svæðunum fyrir utan Lofoten og Vesterålen er það sem iðnaðurinn þarfnast til að byrja með."
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent