Megum ekki fara fram úr okkur Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 09:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira