Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs 1. nóvember 2011 00:01 Einu sinni' í ættborg Davíðs ofurhrörlegt fjárhús var, fátæk móðir litverp lagði lítið barn í jötu þar, móðir sú var meyja hrein, mjúkhent reifum vafði svein. Kom frá hæðum hingað niður hann, sem Guð og Drottinn er, jatan varð hans vaggan fyrsta, vesælt skýli kaus hann sér. Snauðra gekk hann meðal manna, myrkrið þekkti' ei ljósið sanna. Móður blíðri barnið helga bernsku sinnar dögum á hlýðni sýndi' og virðing veitti, vann það starf, er fyrir lá. Kristin börn í bernskurann breyta vilja eins og hann. Æska hans var æsku vorrar æðst og sönnust fyrirmynd, hann var lítill, óx með aldri, átti bros og táralind. Hann því skilur hryggð í geði, hann er með í leik og gleði. Loks vér sjá hann fáum frelsuð, fyr'ir hans blóð og sáttargjörð því það barn, svo blítt og hlýðið, ber nú allt á himni' og jörð, börn sín leiðir áfram öll upp til sín í dýrðarhöll. Ei á jörð í jötu lágri jólabarnið sjáum þá. Við Guðs hægri hönd hann situr, hann þar fáum vér að sjá, er við stól Guðs standa glöð, stjörnum lík, hans börn í röð. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól
Einu sinni' í ættborg Davíðs ofurhrörlegt fjárhús var, fátæk móðir litverp lagði lítið barn í jötu þar, móðir sú var meyja hrein, mjúkhent reifum vafði svein. Kom frá hæðum hingað niður hann, sem Guð og Drottinn er, jatan varð hans vaggan fyrsta, vesælt skýli kaus hann sér. Snauðra gekk hann meðal manna, myrkrið þekkti' ei ljósið sanna. Móður blíðri barnið helga bernsku sinnar dögum á hlýðni sýndi' og virðing veitti, vann það starf, er fyrir lá. Kristin börn í bernskurann breyta vilja eins og hann. Æska hans var æsku vorrar æðst og sönnust fyrirmynd, hann var lítill, óx með aldri, átti bros og táralind. Hann því skilur hryggð í geði, hann er með í leik og gleði. Loks vér sjá hann fáum frelsuð, fyr'ir hans blóð og sáttargjörð því það barn, svo blítt og hlýðið, ber nú allt á himni' og jörð, börn sín leiðir áfram öll upp til sín í dýrðarhöll. Ei á jörð í jötu lágri jólabarnið sjáum þá. Við Guðs hægri hönd hann situr, hann þar fáum vér að sjá, er við stól Guðs standa glöð, stjörnum lík, hans börn í röð.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól