Ekta amerískur kalkúnn 1. nóvember 2011 00:01 Kalkúnn Best er að elda kalkúninn við 200°fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli. Honum er stungið í þykkasta hluta fuglsins án þess að koma við bein, og þegar mælirinn sýnir 78° er kalkúnninn tilbúinn. Það getur verið gott að setja viskastykki bleytt í smjöri yfir fuglinn og ausa reglulega yfir það á 30 mínútna fresti. Viskastykkið er síðan fjarlægt síðustu fimmtán mínúturnar og hitinn hækkaður í 180° til að fá fallegan gljáa. Best er að leyfa kalkúninum að standa í fimmtán mínútur áður en hann er skorinn.Portobello pekan fyllingBlandað brauð: maísbrauð, franskbrauð og heilhveitibrauð, um það bil hálft af hverri tegund, saxað í bita og léttristað við 200°þannig að úr verði 6 bollar af brauðmolum 2 saxaðir laukar 4 saxaðir sellerístilkar 6 meðalstórir portobellosveppir 100 g pekanhnetur - saxaðar gróft 150 g smjör 2 egg 2 bollar heitt bragðmikið kalkúnasoð 1 msk salvía salt og pipar Smjörsteikið grænmetið og kryddið. Eggin eru þeytt og þeim blandað saman við brauðið ásamt hnetunum. Soðinu bætt við í lokin og fuglinn fylltur að tveimur þriðju. Ef fyllingin er bökuð sér er hún sett í smurt eldfast mót og bökuð í 35 mínútur við 170°.Bourbon-karamellu sætar kartöfur 1 kg langar sætar kartöflur 1 bolli púðursykur 100 g smjör 90 cl bourbon, má skipta út fyrir börk og safa af einni appelsínu. Kartöflurnar eru skrældar og skornar í langa báta, snöggsoðnar í ca. 5-10 mínútur eða þar til þær verða mjúkar. Þá eru þær kældar. Bræðið púðursykur og smjör saman, gott er að setja smá soð af kartöflunum út í. Látið krauma þar til það verður að þykkni, þá er bourboninu bætt úr í. Kartöflurnar eru hjúpaðar karamellunni og bakaðar í ca 60 mínútur við 170°. Gott er að ausa yfir þær nokkrum sinnum.Ofnbökuð og peru- og eplasósa3 perur 3 græn epli 1 sítróna, börkur og safi 1 appelsína, börkur og safi 1 tsk kanill, gaman að nota kanilstangir til skrauts 1/2 tsk allrahanda 50 g smjör 100 g púðursykur Ávextirnir eru skrældir, kjarnhreinsaðir og skornir gróft í bita langsum eða eftir smekk og settir í eldfast form. Smjöri og púðursykri hrært saman og restinni bætt út í. Síðan er ávöxtunum velt upp úr kryddleginum. Bakað við 160°í eina klukkustund. Hægt er að hafa sósuna ýmist grófa eða fína, þá er hún elduð 20 mínútum lengur og hrært vel. Þetta er gott meðlæti með kalkún og hentar einnig vel með villibráð. Jólamatur Kalkúnn Sósur Uppskriftir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
Kalkúnn Best er að elda kalkúninn við 200°fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli. Honum er stungið í þykkasta hluta fuglsins án þess að koma við bein, og þegar mælirinn sýnir 78° er kalkúnninn tilbúinn. Það getur verið gott að setja viskastykki bleytt í smjöri yfir fuglinn og ausa reglulega yfir það á 30 mínútna fresti. Viskastykkið er síðan fjarlægt síðustu fimmtán mínúturnar og hitinn hækkaður í 180° til að fá fallegan gljáa. Best er að leyfa kalkúninum að standa í fimmtán mínútur áður en hann er skorinn.Portobello pekan fyllingBlandað brauð: maísbrauð, franskbrauð og heilhveitibrauð, um það bil hálft af hverri tegund, saxað í bita og léttristað við 200°þannig að úr verði 6 bollar af brauðmolum 2 saxaðir laukar 4 saxaðir sellerístilkar 6 meðalstórir portobellosveppir 100 g pekanhnetur - saxaðar gróft 150 g smjör 2 egg 2 bollar heitt bragðmikið kalkúnasoð 1 msk salvía salt og pipar Smjörsteikið grænmetið og kryddið. Eggin eru þeytt og þeim blandað saman við brauðið ásamt hnetunum. Soðinu bætt við í lokin og fuglinn fylltur að tveimur þriðju. Ef fyllingin er bökuð sér er hún sett í smurt eldfast mót og bökuð í 35 mínútur við 170°.Bourbon-karamellu sætar kartöfur 1 kg langar sætar kartöflur 1 bolli púðursykur 100 g smjör 90 cl bourbon, má skipta út fyrir börk og safa af einni appelsínu. Kartöflurnar eru skrældar og skornar í langa báta, snöggsoðnar í ca. 5-10 mínútur eða þar til þær verða mjúkar. Þá eru þær kældar. Bræðið púðursykur og smjör saman, gott er að setja smá soð af kartöflunum út í. Látið krauma þar til það verður að þykkni, þá er bourboninu bætt úr í. Kartöflurnar eru hjúpaðar karamellunni og bakaðar í ca 60 mínútur við 170°. Gott er að ausa yfir þær nokkrum sinnum.Ofnbökuð og peru- og eplasósa3 perur 3 græn epli 1 sítróna, börkur og safi 1 appelsína, börkur og safi 1 tsk kanill, gaman að nota kanilstangir til skrauts 1/2 tsk allrahanda 50 g smjör 100 g púðursykur Ávextirnir eru skrældir, kjarnhreinsaðir og skornir gróft í bita langsum eða eftir smekk og settir í eldfast form. Smjöri og púðursykri hrært saman og restinni bætt út í. Síðan er ávöxtunum velt upp úr kryddleginum. Bakað við 160°í eina klukkustund. Hægt er að hafa sósuna ýmist grófa eða fína, þá er hún elduð 20 mínútum lengur og hrært vel. Þetta er gott meðlæti með kalkún og hentar einnig vel með villibráð.
Jólamatur Kalkúnn Sósur Uppskriftir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin