Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Í dag er það að hafa verið á móti bjórnum pólitískum ferli eins og æskuafglöp – pínu vandræðalegt uppátæki sem afskrifað er sem ungæðisháttur og tákn tímanna. Svona eins og sítt að aftan. Því fer þó fjarri að liðin sé sú tíð að geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna stýri því hvað Íslendingar fá að setja ofan í sig. Nýverið heimsótti bróðir minn mig í Lundúnum þar sem ég dvel. Fyrir utan skylduheimsókn í H&M var aðeins eitt á dagskránni. Rúmum 20 árum fyrr, á tímum bjórbannsins, hefði það verið að marinera lifrina í eins miklum bjór og er mögulegt á einni helgi. Nú voru það hins vegar önnur höft sem stýrðu neyslu Íslendingsins í útlöndum. Markmið ferðarinnar var að innbyrða geitaost eins og um keppnisíþrótt væri að ræða en forðast bráðakransæðastíflu. Undanfarna mánuði hefur umræðan um réttmæti þess að vernda innlendan landbúnað með tollum og innflutningshöftum farið hátt. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni ítrekar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afstöðu sína um að standa beri vörð um þessa hagsmuni sem hann færir í dulargervi „fæðuöryggis“. Jón leggur og til að íslenskir bændur hefji framleiðslu á eigin eldsneyti til að nota á vélar sínar. Í dag hlæjum við vandræðaleg að bjórbanninu. En á sama tíma sættum við okkur við að matvælaúrval á Íslandi sé takmarkað af lobbíistum landbúnaðar. Til að vernda hagsmuni fárra framleiðenda fá íslenskir neytendur sjaldan að borða kræsingar á borð við franskan geitaost og grískan feta. Innflutningur á sælgæti var takmarkaður allt til 1981. Dettur okkur í hug að taka upp nammitolla á ný til að verja íslenska sælgætisframleiðendur? Jón Bjarnason hefur á réttu að standa. Það er alveg hægt að lifa bara á íslensku kjöti og spenvolgri mjólk. Við gætum alveg framleitt okkar eigið eldsneyti úr hreinræktuðum íslenskum flór. Það má vel flytja aftur inn í moldarkofana og hefja sjálfsþurftarbúskap. Spurningin er hins vegar þessi: Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun
Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Í dag er það að hafa verið á móti bjórnum pólitískum ferli eins og æskuafglöp – pínu vandræðalegt uppátæki sem afskrifað er sem ungæðisháttur og tákn tímanna. Svona eins og sítt að aftan. Því fer þó fjarri að liðin sé sú tíð að geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna stýri því hvað Íslendingar fá að setja ofan í sig. Nýverið heimsótti bróðir minn mig í Lundúnum þar sem ég dvel. Fyrir utan skylduheimsókn í H&M var aðeins eitt á dagskránni. Rúmum 20 árum fyrr, á tímum bjórbannsins, hefði það verið að marinera lifrina í eins miklum bjór og er mögulegt á einni helgi. Nú voru það hins vegar önnur höft sem stýrðu neyslu Íslendingsins í útlöndum. Markmið ferðarinnar var að innbyrða geitaost eins og um keppnisíþrótt væri að ræða en forðast bráðakransæðastíflu. Undanfarna mánuði hefur umræðan um réttmæti þess að vernda innlendan landbúnað með tollum og innflutningshöftum farið hátt. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni ítrekar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afstöðu sína um að standa beri vörð um þessa hagsmuni sem hann færir í dulargervi „fæðuöryggis“. Jón leggur og til að íslenskir bændur hefji framleiðslu á eigin eldsneyti til að nota á vélar sínar. Í dag hlæjum við vandræðaleg að bjórbanninu. En á sama tíma sættum við okkur við að matvælaúrval á Íslandi sé takmarkað af lobbíistum landbúnaðar. Til að vernda hagsmuni fárra framleiðenda fá íslenskir neytendur sjaldan að borða kræsingar á borð við franskan geitaost og grískan feta. Innflutningur á sælgæti var takmarkaður allt til 1981. Dettur okkur í hug að taka upp nammitolla á ný til að verja íslenska sælgætisframleiðendur? Jón Bjarnason hefur á réttu að standa. Það er alveg hægt að lifa bara á íslensku kjöti og spenvolgri mjólk. Við gætum alveg framleitt okkar eigið eldsneyti úr hreinræktuðum íslenskum flór. Það má vel flytja aftur inn í moldarkofana og hefja sjálfsþurftarbúskap. Spurningin er hins vegar þessi: Viljum við það?