Salan á jólaöli Carlsberg slær met 1. nóvember 2011 00:01 Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg. Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól
Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg.
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól