Grýlukvæði Eggerts Ólafssonar 1. nóvember 2011 00:01 Hér er komin hún Grýla, sem gull-leysin mól, :,: hún er að urra' og ýla, því af henni :,: kól. Hún er að urra' og ýla, því ein loppan fraus, :,: þrjár hefur hún eftir, en það ég ei :,: kaus. Þrjár hefur hún heilar og hlakkar sem örn; :,: hún ætlar að hremma þau íslensku :,: börn. Það er hann Skúti Marðarsson, hann svarði við það, :,: að hennar skyldi' hann hyskið höggva niður í :,: spað. Að hann skyldi brytja það og borða við saup; :,: heyrði það hún Grýla og hélt það væri :,: raup. Heyrði það hún Grýla og gretti sitt trýn: :,: ekki munu þeir gráklæddu leggja til :,: mín. Settust að henni dísir og sálguðu' henni þar; :,: hróðugur var hann Skúti og hálf-kenndur :,: var. Þá mælti þá Tuga-sonur, tyrrinn og blár; :,: koma munu þau Grýlu-börn til Íslands í :,: ár. Koma munu þau Grýlu-börn og kveða við dans: :,: kyrjum við hann Skúta og kumpána :,: hans! Glöð urðu þau Grýlu-börn og gengu af stað: :,: aldrei skal þeim Íslendingum eira við :,: það. Ekki skal þeim Íslendingum ævin verða löng: :,: margan heyrða' eg óvætt, sem undir það :,: söng. Margan heyrða' eg annan, sem undir tók þau hljóð: :,: nú mun ei þeim íslensku ævin verða :,: góð! Afturgengin Grýla gægist yfir mar; :,: ekki verður hún börnunum betri' en hún :,: var. Grýlukvæði eftir Eggert Ólafsson (1726-1768) (úr Íslenskt ljóðasafn II bindi, Almenna bókafélagið 1975 bls. 173) Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól
Hér er komin hún Grýla, sem gull-leysin mól, :,: hún er að urra' og ýla, því af henni :,: kól. Hún er að urra' og ýla, því ein loppan fraus, :,: þrjár hefur hún eftir, en það ég ei :,: kaus. Þrjár hefur hún heilar og hlakkar sem örn; :,: hún ætlar að hremma þau íslensku :,: börn. Það er hann Skúti Marðarsson, hann svarði við það, :,: að hennar skyldi' hann hyskið höggva niður í :,: spað. Að hann skyldi brytja það og borða við saup; :,: heyrði það hún Grýla og hélt það væri :,: raup. Heyrði það hún Grýla og gretti sitt trýn: :,: ekki munu þeir gráklæddu leggja til :,: mín. Settust að henni dísir og sálguðu' henni þar; :,: hróðugur var hann Skúti og hálf-kenndur :,: var. Þá mælti þá Tuga-sonur, tyrrinn og blár; :,: koma munu þau Grýlu-börn til Íslands í :,: ár. Koma munu þau Grýlu-börn og kveða við dans: :,: kyrjum við hann Skúta og kumpána :,: hans! Glöð urðu þau Grýlu-börn og gengu af stað: :,: aldrei skal þeim Íslendingum eira við :,: það. Ekki skal þeim Íslendingum ævin verða löng: :,: margan heyrða' eg óvætt, sem undir það :,: söng. Margan heyrða' eg annan, sem undir tók þau hljóð: :,: nú mun ei þeim íslensku ævin verða :,: góð! Afturgengin Grýla gægist yfir mar; :,: ekki verður hún börnunum betri' en hún :,: var. Grýlukvæði eftir Eggert Ólafsson (1726-1768) (úr Íslenskt ljóðasafn II bindi, Almenna bókafélagið 1975 bls. 173)
Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól