Skógafoss tvöfaldar flutningsgetu Eimskips til og frá Norður-Ameríku 30. ágúst 2011 13:00 Mikil eftirspurn er eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu vegna stóriðjuframkvæmda vestra, að sögn Matthíasar Matthíassonar framkvæmdastjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi." Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi."
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira