Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu þegar lið hennar, Malmö, vann 5-0 sigur á Jitex í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Sara Björk skorar þrjú mörk í einum og sama leiknum.
„Ég fann mig vel í kvöld en við höfum átt nokkuð erfitt uppdráttar eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí," sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Við vorum búnar að tapa og gera jafntefli í leikjunum á undan en við erum vonandi komnar á gott ról, eins og við vorum á fyrir sumarfríið."
Malmö komst á topp deildarinnar í gær þar sem Umeå gerði á sama tíma jafntefli. Liðin eru jöfn að stigum en Malmö er með betra markahlutfall. Malmö er ríkjandi meistari og segir Sara Björk að stefnan sé vitanlega sett á að verja hann.
Hún er á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð og líður vel ytra. „Ég hef það mjög gott. Ég var búin að hugsa lengi um að koma mér út og spila í stærri deild. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun."- esá
Sara Björk: Ég hef það mjög gott
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn



Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti