Reiði er réttmæt pólitísk afstaða Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. ágúst 2011 07:15 Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða. Franska byltingin er gjarnan mærð í ræðu og riti. Lýðræðissinnar sjá í henni vakningu pólitísks almannavilja, lýðurinn reis gegn fulltrúa guðs hér á jörðu, konunginum, og endaði með því að hálshöggva kauða. Án þess að ætlunin sé að draga samasemmerki milli atburða í Bretlandi nú og Frakklandi 1789, er vert að benda á að margt er sammerkt með þeim. Ekki fór mikið fyrir útpældum pólitískum stefnumálum í upphafi Frönsku byltingarinnar, reiður og svangur almúginn fór út á götur til að fá innibyrgðu vonleysi útrás. Og er það ekki nákvæmlega það sem er að gerast í Bretlandi? þó blackberry símar og tíðar Twitter-færslur bendi ekki til að þátttakendur í bresku aðgerðunum séu við hungurmörk, verður ekki framhjá því litið að ástandið í bresku samfélagi hefur hríðversnað ár frá ári. Misskiptingin eykst og vonleysið í fjölmörgum borgarhlutum er orðið norm. „Oh Maggie what have we done?“ söng Roger Waters á The Final Cut og margir taka undir með honum nú. Ofurfrjálshyggja Thatcher skildi fjölda fólks eftir í algjöru vonleysi. Síðan eru liðin 30 ár. haldi áfram sem horfir nær bilið á milli ríkra og fátækra í landinu hærri hæðum en það hefur gert síðan á dögum Viktoríu drottningar. Á dögum Dickens og Olivers Twist sem sagt. Tíundi ríkasti hluti Lundúnabúa á núna 273svar sinnum meira en tíundi fátækasti hlutinn. Og ekki virðist lögreglan beita valdi sínu af skynsemi. Síðan 1998 hafa 333 dáið í haldi lögreglu, án þess að einn einasti lögreglumaður hafi þurft að svara fyrir. það er því kannski ekki nema von að dauði Marks Duggan í aðgerðum lögreglu hafi kveikt reiðineista. Neista sem varð að báli í öllum helstu borgum landsins. Og það er kannski ekkert skrítið að útfærða pólitíska stefnumörkun skorti. Þegar vonleysið hrjáir mann er reiðin alveg nógu skýrt stefnumarkmið. Alveg nógu pólitísk afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun
Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða. Franska byltingin er gjarnan mærð í ræðu og riti. Lýðræðissinnar sjá í henni vakningu pólitísks almannavilja, lýðurinn reis gegn fulltrúa guðs hér á jörðu, konunginum, og endaði með því að hálshöggva kauða. Án þess að ætlunin sé að draga samasemmerki milli atburða í Bretlandi nú og Frakklandi 1789, er vert að benda á að margt er sammerkt með þeim. Ekki fór mikið fyrir útpældum pólitískum stefnumálum í upphafi Frönsku byltingarinnar, reiður og svangur almúginn fór út á götur til að fá innibyrgðu vonleysi útrás. Og er það ekki nákvæmlega það sem er að gerast í Bretlandi? þó blackberry símar og tíðar Twitter-færslur bendi ekki til að þátttakendur í bresku aðgerðunum séu við hungurmörk, verður ekki framhjá því litið að ástandið í bresku samfélagi hefur hríðversnað ár frá ári. Misskiptingin eykst og vonleysið í fjölmörgum borgarhlutum er orðið norm. „Oh Maggie what have we done?“ söng Roger Waters á The Final Cut og margir taka undir með honum nú. Ofurfrjálshyggja Thatcher skildi fjölda fólks eftir í algjöru vonleysi. Síðan eru liðin 30 ár. haldi áfram sem horfir nær bilið á milli ríkra og fátækra í landinu hærri hæðum en það hefur gert síðan á dögum Viktoríu drottningar. Á dögum Dickens og Olivers Twist sem sagt. Tíundi ríkasti hluti Lundúnabúa á núna 273svar sinnum meira en tíundi fátækasti hlutinn. Og ekki virðist lögreglan beita valdi sínu af skynsemi. Síðan 1998 hafa 333 dáið í haldi lögreglu, án þess að einn einasti lögreglumaður hafi þurft að svara fyrir. það er því kannski ekki nema von að dauði Marks Duggan í aðgerðum lögreglu hafi kveikt reiðineista. Neista sem varð að báli í öllum helstu borgum landsins. Og það er kannski ekkert skrítið að útfærða pólitíska stefnumörkun skorti. Þegar vonleysið hrjáir mann er reiðin alveg nógu skýrt stefnumarkmið. Alveg nógu pólitísk afstaða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun