Rassgatið á Kim Kardashian Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. júlí 2011 06:00 Á vefsíðunni Ted.com (sem er ein sú merkilegasta á netinu) birtist á dögunum skemmtilegur fyrirlestur eftir Eli Pariser. Þar varar hann fólk við því sem kallast síublöðrur (e.: filter bubbles), en þær ganga í stuttu máli út á að vefsíður sía sjálfkrafa hvers konar efni þær birta eftir smekk notandans. Síublöðrurnar vinna sem sagt úr gögnum sem tölvan þín safnar saman sjálfkrafa — gögnum sem sýna hvaða fréttir þú skoðar, hvaða orð þú slærð inn í leitarvélar, tungumálin sem þú talar og í rauninni hvernig manneskja þú ert. Eftirfarandi er lítil dæmisaga um síublöðrur. Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég óútskýranlegan áhuga á líkamsrækt (ég segi óútskýranlegan vegna þess að ég vil ekki viðurkenna að hégóminn rak mig áfram). Ég byrjaði að skoða alls konar líkamsræktarmyndbönd á Youtube og þá sérstaklega æfingar fyrir kvið og maga. Þegar ég skráði mig svo inn á Facebook snerust allar auglýsingarnar þar um hollt matarræði og magaæfingar. Facebook vissi sem sagt hvað ég var að gera á netinu og birti því auglýsingar sem voru líklegri til að fá mig til að smella en t.d auglýsingar fyrir rjómaís (þó ég hefði eflaust smellt frekar á þær). Síublöðrurnar hafa náð miklu víðtækari útbreiðslu en aðeins á Facebook. Jón fær til dæmis aðrar leitarniðurstöður á Google en Gunna. Sérstaklega ef Gunna er frá öðru landi. Það sem er mest hrollvekjandi við síublöðrurnar er að fréttasíður birta fréttir eftir áhugasviði notenda. Þannig er netið að loka venjulega netnotendur, sem smella á krassandi fyrirsagnir, inni í bleikum Hollywood-blöðrum og sjá til þess að þeir sjá ekkert annað. Hundrað þúsund börnum er slátrað í fjarlægu landi, en enginn fréttir það vegna þess að allir eru að lesa um rassgatið á Kim Kardashian. En hei. Ekki misskilja mig. Rassgatið á Kim Kardashian er alveg jafn merkilegt og önnur rassgöt. Jafnvel merkilegra, líffræðilega séð. Ég sé ekkert að því að fólk sýni þessu rassgati einlægan áhuga. Rassgatið getur samt virkað sem sólmyrkvi á mikilvæg málefni — jafnvel ógnað lýðræðinu ef það skyggir í mikilfengleika sínum á annað sem er að gerast í heiminum og verður til þess að fjöldinn verður áfram óupplýstur, fáfróður, heimskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Á vefsíðunni Ted.com (sem er ein sú merkilegasta á netinu) birtist á dögunum skemmtilegur fyrirlestur eftir Eli Pariser. Þar varar hann fólk við því sem kallast síublöðrur (e.: filter bubbles), en þær ganga í stuttu máli út á að vefsíður sía sjálfkrafa hvers konar efni þær birta eftir smekk notandans. Síublöðrurnar vinna sem sagt úr gögnum sem tölvan þín safnar saman sjálfkrafa — gögnum sem sýna hvaða fréttir þú skoðar, hvaða orð þú slærð inn í leitarvélar, tungumálin sem þú talar og í rauninni hvernig manneskja þú ert. Eftirfarandi er lítil dæmisaga um síublöðrur. Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég óútskýranlegan áhuga á líkamsrækt (ég segi óútskýranlegan vegna þess að ég vil ekki viðurkenna að hégóminn rak mig áfram). Ég byrjaði að skoða alls konar líkamsræktarmyndbönd á Youtube og þá sérstaklega æfingar fyrir kvið og maga. Þegar ég skráði mig svo inn á Facebook snerust allar auglýsingarnar þar um hollt matarræði og magaæfingar. Facebook vissi sem sagt hvað ég var að gera á netinu og birti því auglýsingar sem voru líklegri til að fá mig til að smella en t.d auglýsingar fyrir rjómaís (þó ég hefði eflaust smellt frekar á þær). Síublöðrurnar hafa náð miklu víðtækari útbreiðslu en aðeins á Facebook. Jón fær til dæmis aðrar leitarniðurstöður á Google en Gunna. Sérstaklega ef Gunna er frá öðru landi. Það sem er mest hrollvekjandi við síublöðrurnar er að fréttasíður birta fréttir eftir áhugasviði notenda. Þannig er netið að loka venjulega netnotendur, sem smella á krassandi fyrirsagnir, inni í bleikum Hollywood-blöðrum og sjá til þess að þeir sjá ekkert annað. Hundrað þúsund börnum er slátrað í fjarlægu landi, en enginn fréttir það vegna þess að allir eru að lesa um rassgatið á Kim Kardashian. En hei. Ekki misskilja mig. Rassgatið á Kim Kardashian er alveg jafn merkilegt og önnur rassgöt. Jafnvel merkilegra, líffræðilega séð. Ég sé ekkert að því að fólk sýni þessu rassgati einlægan áhuga. Rassgatið getur samt virkað sem sólmyrkvi á mikilvæg málefni — jafnvel ógnað lýðræðinu ef það skyggir í mikilfengleika sínum á annað sem er að gerast í heiminum og verður til þess að fjöldinn verður áfram óupplýstur, fáfróður, heimskur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun