Ráðgátan um senjoríturnar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. maí 2011 06:00 Nú eru hlýindin komin hingað til Andalúsíu og það þýðir að senjoríturnar eru búnar að taka fram kjólana sína í bænum Priego de Córdoba. Um hverja helgi í maí eru mikil hátíðarhöld hér í bæ og þá blasa við litríkir kjólar á bronsuðum kvenmannskroppum hvert sem litið er. Ekki er nóg með það heldur er engu líkara en allar senjoríturnar hafi farið í lagningu, fóta- og handsnyrtingu og dvalið dágóða stund fyrir framan spegilinn með augnskugga, varalit og ælæner svo þær skarti nú sínu fegursta. Þaðþarf ekki að hafa mörg orð um það hvílíkt ánægjuefni þetta er fyrir karlpeninginn hér í bænum. En þó verð ég að segja að þetta óréttlæti var farið að pirra mig því meðan senjoríturnar höfðu svona mikið fyrir því að ganga í augun á okkur erum við karlpungarnir samir við okkur. Í gallabuxum og kúrekaskyrtu rétt eins og John Wayne væri nýjasta nýtt. Þunnhærðir, með ístru að bora í nefið úti á miðju torgi eða þá að hagræða pungnum í nærbuxunum. Hvernig stendur á því að við reynum ekki að vera meira augnayndi, spurði ég sjálfan mig. Og hvernig stendur á því að senjoríturnar eru svo staðfastar í því að skarta sínu fegursta fyrir okkur jafnvel þó að við séum á mörkum þess að flokkast undir sjónmengun? Hvernig stendur á því að konur láta bjóða sér þvílíkt óréttlæti, hugsaði ég áður en síðasti sunnudagur gekk í garð. En því miður fékk ég svar við þessari ráðgátu síðastliðinn sunnudag þegar ég var að bora í nefið fyrir utan eina kirkjuna hér í Priego de Córdoba. Allt í einu glumdu kirkjuklukkur og út kom kvennastraumur og ég komst ekki hjá því að heyra tal þeirra meðan þær struku kjólinn hver hjá annarri. „Mikið rosalega er þetta flottur kjóll hjá þér, María. Hann er þó heldur þrengri en sá sem þú varst í í fyrra, já en ertu búin að sjá kjólinn hennar Penelope? Hún hefur aldrei verið jafn glæsileg. En finnst þér kjóllinn minn ekki lekker?" Það var þá sem ég áttaði mig á því að þær eru hreint ekkert að þessu fyrir okkur. „Það hlaut að vera," hugsaði ég með mér og klóraði mér í pungnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Nú eru hlýindin komin hingað til Andalúsíu og það þýðir að senjoríturnar eru búnar að taka fram kjólana sína í bænum Priego de Córdoba. Um hverja helgi í maí eru mikil hátíðarhöld hér í bæ og þá blasa við litríkir kjólar á bronsuðum kvenmannskroppum hvert sem litið er. Ekki er nóg með það heldur er engu líkara en allar senjoríturnar hafi farið í lagningu, fóta- og handsnyrtingu og dvalið dágóða stund fyrir framan spegilinn með augnskugga, varalit og ælæner svo þær skarti nú sínu fegursta. Þaðþarf ekki að hafa mörg orð um það hvílíkt ánægjuefni þetta er fyrir karlpeninginn hér í bænum. En þó verð ég að segja að þetta óréttlæti var farið að pirra mig því meðan senjoríturnar höfðu svona mikið fyrir því að ganga í augun á okkur erum við karlpungarnir samir við okkur. Í gallabuxum og kúrekaskyrtu rétt eins og John Wayne væri nýjasta nýtt. Þunnhærðir, með ístru að bora í nefið úti á miðju torgi eða þá að hagræða pungnum í nærbuxunum. Hvernig stendur á því að við reynum ekki að vera meira augnayndi, spurði ég sjálfan mig. Og hvernig stendur á því að senjoríturnar eru svo staðfastar í því að skarta sínu fegursta fyrir okkur jafnvel þó að við séum á mörkum þess að flokkast undir sjónmengun? Hvernig stendur á því að konur láta bjóða sér þvílíkt óréttlæti, hugsaði ég áður en síðasti sunnudagur gekk í garð. En því miður fékk ég svar við þessari ráðgátu síðastliðinn sunnudag þegar ég var að bora í nefið fyrir utan eina kirkjuna hér í Priego de Córdoba. Allt í einu glumdu kirkjuklukkur og út kom kvennastraumur og ég komst ekki hjá því að heyra tal þeirra meðan þær struku kjólinn hver hjá annarri. „Mikið rosalega er þetta flottur kjóll hjá þér, María. Hann er þó heldur þrengri en sá sem þú varst í í fyrra, já en ertu búin að sjá kjólinn hennar Penelope? Hún hefur aldrei verið jafn glæsileg. En finnst þér kjóllinn minn ekki lekker?" Það var þá sem ég áttaði mig á því að þær eru hreint ekkert að þessu fyrir okkur. „Það hlaut að vera," hugsaði ég með mér og klóraði mér í pungnum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun